Fótbolti

Maradona drullar yfir Batista fyrir að velja Tevez ekki í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona og Carlos Tevez.
Diego Maradona og Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Diego Maradona, fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, lét eftirmann sinn, Sergio Batista, heyra það í sjónvarpsþætti í Argentínu í gær. Maradona er mjög ósáttur með það að Batista valdi ekki Carlos Tevez í landsliðshop sinn fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar.

Sergio Batista sagðist ekki velja Tevez því hann hefði menn eins og Lionel Messi og Gonzalo Higuain í hans stöðu. Maradona svaraði þessu með því að segja að Batista hafi örugglega verið drukkinn þegar hann valdi liðið og að Messi væri allt öðruvísi leikmaður en Tevez.

Maradona hætti með argentínska landsliðið eftir HM síðasta sumar eftir að liðið tapði 0-4 á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Argentínska liðið hefur unnið 5 af 9 leikjum undir stjórn Batista og eina tap liðsins í þessum leikjum var á móti Japan. Argentína vann meðal annars 4-1 sigur á Spánverjum í september, 1-0 sigur á Brasilíu í nóvember og 2-1 sigur á Portúgölum í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×