Enski boltinn

Neymar vill fara til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar.
Neymar.
Brasilíska undrabarnið Neymar hafnaði því að fara til Chelsea fyrir síðasta tímabil en hann vonast nú til þess að Chelsea kaupi sig. Hinn 19 ára gamli Neymar vildi fá meiri reynslu áður en hann reyndi fyrir sér í Evrópu og hana fékk hann í vetur. Bæði með félagsliði sem og landsliði.

"Ég var mjög ánægður með áhuga Chelsea á mér því allir vilja spila fyrir félag eins og Chelsea. Það var samt rétt ákvörðun að spila áfram með Santos," sagði Neymar.

"Að spila í Evrópu er draumur. Ég var mjög stoltur þegar Chelsea sýndi mér áhuga og vonandi reynir félagið aftur að kaupa mig."

Neymar segist fylgjast vel með enska boltanum og hefur rætt við landa sína - David Luiz og Ramires - um lífið hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×