Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2011 17:54 Nordic Photos / AFP Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1. Staðan var markalaus í hálfleik en það var Pedro sem kom Börsungum yfir með marki á 53. mínútu. Marcelo náði að jafna metin fyrir Madrídinga tíu mínútum síðar en þar við sat. Barcelona mætir annað hvort Manchester United eða Schalke í úrslitaleiknum. Börsungar voru reyndar stálheppnir að lenda ekki undir þegar að Gonzalo Higuain skoraði mark fyrir Real Madrid sem var dæmt ógilt. Gestirnir frá Madríd byrjuðu betur í leiknum en leikmenn Barcelona voru þó fljótir að vinna sig inn í leikinn og réðu lengst af ferðinni. Það náði hámarki á um fimm mínútna kafla þegar að Barcelona fékk nokkur góð tækifæri til að skora. Sergio Busquets átti skalla að marki sem Iker Casillas varði en spænski landsliðsmarkvörðurinn var vel með á nótunum. Hann varði tvívegis frá Lionel Messi, einu sinni frá David Villa og þá átti Pedro skot rétt fram hjá marki Madrídinga. En í upphafi seinni hálfleiks skoraði Hugain svo markið sem var dæmt af. Cristiano Ronaldo var gefið að sök að hafa brotið á Javier Mascherano í aðdraganda marksins. Aðeins fáeinum mínútum síðar komst Barcelona yfir. Andrés Iniesta átti glæsilega sendingu inn fyrir vörn Real á Pedro sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Real náði þó að bíta frá sér. Angel Di Maria átti skot í stöng en náði boltanum aftur og lagði hann fyrir Marcelo sem skoraði af stuttu færi. Börsungar náðu þó að halda ró sinni og tryggðu sér farseðilinn á Wembley-leikvanginn, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í lok mánaðarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira
Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1. Staðan var markalaus í hálfleik en það var Pedro sem kom Börsungum yfir með marki á 53. mínútu. Marcelo náði að jafna metin fyrir Madrídinga tíu mínútum síðar en þar við sat. Barcelona mætir annað hvort Manchester United eða Schalke í úrslitaleiknum. Börsungar voru reyndar stálheppnir að lenda ekki undir þegar að Gonzalo Higuain skoraði mark fyrir Real Madrid sem var dæmt ógilt. Gestirnir frá Madríd byrjuðu betur í leiknum en leikmenn Barcelona voru þó fljótir að vinna sig inn í leikinn og réðu lengst af ferðinni. Það náði hámarki á um fimm mínútna kafla þegar að Barcelona fékk nokkur góð tækifæri til að skora. Sergio Busquets átti skalla að marki sem Iker Casillas varði en spænski landsliðsmarkvörðurinn var vel með á nótunum. Hann varði tvívegis frá Lionel Messi, einu sinni frá David Villa og þá átti Pedro skot rétt fram hjá marki Madrídinga. En í upphafi seinni hálfleiks skoraði Hugain svo markið sem var dæmt af. Cristiano Ronaldo var gefið að sök að hafa brotið á Javier Mascherano í aðdraganda marksins. Aðeins fáeinum mínútum síðar komst Barcelona yfir. Andrés Iniesta átti glæsilega sendingu inn fyrir vörn Real á Pedro sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Real náði þó að bíta frá sér. Angel Di Maria átti skot í stöng en náði boltanum aftur og lagði hann fyrir Marcelo sem skoraði af stuttu færi. Börsungar náðu þó að halda ró sinni og tryggðu sér farseðilinn á Wembley-leikvanginn, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í lok mánaðarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira