Enski boltinn

Ferguson ánægður með að fá Webb

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson segir að sinn helsti ótti fyrir leik Manchester United gegn Chelsea á morgun sé að dómgæslan muni bitna á sínum mönnum. Hann er þó ánægður með að Howard Webb dæmi leikinn.

Webb hefur það orð á sér að vera hliðhollur Manchester United en þegar hann dæmdi leik liðsins gegn Liverpol í janúar síðastliðnum dæmdi hann United umdeilda vítaspyrnu og rak Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, af velli.

Eftir leikinn setti Ryan Babel, þáverandi leikmaður Liverpool, breytta mynd af Webb í United-búningi á Twitter-síðuna sína.

„Við erum að fá besta dómarann, það er engin spurning um það,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla en Webb dæmdi úrslitaleik HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar.

„En við óttumst það mest að dómarinn muni taka ranga ákvörðun í leiknum sem muni bitna á okkur. Ég vona bara að nú sé komið að okkur að njóta smá lukku.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×