Enski boltinn

Heiðar skoraði eftir 30 sekúndur en QPR tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson fagnar marki sínu í dag.
Heiðar Helguson fagnar marki sínu í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Heiðar Helguson skoraði mark Queens Park Rangers í 1-2 tapi á móti Leeds í lokaumferð ensku b-deildarinnar í dag. Heiðar og félagar fengu bikarinn afhentann í leikslok en liðið vann ensku b-deildina í ár og tryggði sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Heiðar skoraði fyrsta mark leiksins og kom það eftir aðeins 30 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir þegar Kasper Schmeichel varði skot frá Tommy Smith.

Leeds-liðið tryggði sér hinsvegar sigur með mörkum frá Max Gradel og Ross McCormack. Heiðar lék fyrstu 72 mínútur leiksins en var skipt útaf eftir seinna mark Leeds-liðsins.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Norwich en Norwich fer upp í úrvalsdeildina eins og QPR.

Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á bekknum þegar Reading vann 2-1 heimasigur á Derby en Ívar Ingimarsson var ekki í hópnum.

Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn fyrir Portsmouth sem gerði 1-1 jafntefli á útivvelli á móti Scunthorpe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×