Enski boltinn

Mancini: Vorum alltof eigingjarnir í færunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn missa frá sér sigur á móti Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigri hefðu City-menn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Everton skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og vann leikinn 2-1.

„Þetta var ótrúlegur leikur. Við skoruðum og áttum fullt af færum til að bæta við mörkum en ef þú heldur ekki einbeitingunni í 90 mínútur þá er þér refsað," sagði Roberto Mancini.

„Þeir beittu löngum sendingum fram völlinn og náðu að skora tvisvar. Við áttum líka fleiri færi en við vorum alltof eigingjarnir í færunum. Í fótbolta hefur þú ekki efni á því að vera sjálfselskur," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×