Enski boltinn

Moyes: Man City liðið gæti eflaust spilað í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sylvain Distin skorar hér fyrra mark Everton.
Sylvain Distin skorar hér fyrra mark Everton. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með sína menn í gær en þeir komu til baka eftir erfiðan fyrri hálfleik og tryggðu sér 2-1 sigur á Manchester City. City-liðið virtist vera að landa sannfærandi sigri eftir fyrri hálfleikinn en Sylvain Distin og Leon Osman tryggðu Everton sigur í seinni hálfleik.

„Í seinni hálfleik fórum við að sýna það sem við eigum nóg af en það er liðsandi og karkater. Þetta var frábær frammistaða hjá mínum mönnum ekki síst í seinni hálfleik og þetta voru frábær úrslit," sagði David Moyes.

„Þetta leit ekki vel út eftir 45 mínútur því Manchester City var að spila rosalega vel í fyrri hálfleik og við réðum lítið við þá. Við breyttum aðeins í hálfleik og það átti sinn þátt í að við náðum að breyta þessum leik," sahði Moyes.

„Liðið hjá Man City í dag gæti eflaust spilað í NBA-deildinni í körfubolta. Þeir eru svo stórir að það var eins og við værum að spila við New York Knicks. Það þurftu allir að leggjast á eitt til þess að landa þessum sigri í lokinn," sagði Moyes kátur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×