Enski boltinn

Ancelotti býst ekki við neinu óvæntu á Old Trafford í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að ákveða það hvað hann gerir með Fernando Torres í dag.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þarf að ákveða það hvað hann gerir með Fernando Torres í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Chelsea og Manchester United geti ekki komið hvoru öðru á óvart þegar þau mætast í hálfgerðum úrslitaleik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag.

„Chelsea og Manchester United eiga engin leyndarmál. Þessi lið þekkja vita hvernig fótolta hitt liðið spilar og hvar styrkleikar þeirra liggja. Við þekkjum þá og þeir þekkja okkur," sagði Carlo Ancelotti.

Ancelotti sagði að úrslitin um síðustu helgi hafi verið algjör vendipunktur í undirbúningnum fyrir leikinn í dag.

„Ef Arsenal hefði ekki unnið þennan leik um síðustu helgi þá hefði verið allt annað andrúmsloft í kringum þennan leik. Allt breyttist þegar Arsenal vann og við unnum Tottenham. Nú er komi tími fyrir okkur að vinna," sagði Ancelotti en Chelsea er þremur stigum á eftir United og kemst á toppinn með sigri á Old Trafford í dag.

„Undirbúningur okkar er ekkert öðruvísi fyrir þennan leik. Ég legg áherslu á það að mínir menn verði rólegir, slaki á og trúi á sig sjálfa. Leikmennirnir verða sjálfir að sjá til þess að þeir mæti tilbúnir," sagði Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×