Enski boltinn

Fernando Torres á bekknum hjá Chelsea á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á eftir. United getur nánast tryggt sér meistaratitilinn með sigri en Chelsea getur aftur á móti komist á toppinn á markatölu vinni þeir leikinn.

Ancelotti hefur ákveðið að láta 50 milljón punda manninn Fernando Torres byrja á bekknum í þessum leik en veðjar þessi í stað á þá Didier Drogba og Solomon Kalou. Nicholas Anelka er einnig á bekknum.

Ferguson heldur tryggð við Javier Hernandez og Búlgarinn Dimitar Berbatov byrjar því enn einu sinni á bekknum hjá United í stórleik. Það vekur þó athygli að Nani er á bekknum hjá Sir Alex í dag. Patrice Evra getur ekki spilað vegna meiðsla.





Byrjunarliðin á Old Traffford í dag:Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Fabio Da Silva, Ferdinand, Vidic, O'Shea, Valencia, Carrick, Giggs, Park, Rooney, Hernandez.

Varamenn: Kuszczak, Anderson, Berbatov, Smalling, Nani, Scholes, Evans

Bryjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, David Luiz, Cole, Mikel, Lampard, Essien, Kalou, Drogba, Malouda.

Varamenn: Turnbull, Ramires, Torres, Benayoun, Ferreira, Alex, Anelka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×