Enski boltinn

Warnock þarf ekki að hafa áhyggjur af starfinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Warnock, stjóri QPR.
Neil Warnock, stjóri QPR. Nordic Photos / Getty Images
Gianni Paldini, stjórnarformaður QPR, segir að Neil Warnock þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa starfið sitt í sumar.

Warnock stýrði QPR til sigurs í ensku B-deildinni í vetur og kom liðinu þar með upp í ensku úrvalsdeildina. Hann þykir einkar laginn við að koma liðum upp en vangaveltur eru um hvort að hann sé rétti mðaurinn til að festa liðið í sessi í ensku úrvalsdeildinni.

Hinir moldríku eigendur QPR ætla sér stóra hluti með félagið og því hafa verið sögusagnir á kreiki um að þeir ætli að finna liði sínu nýjan knattspyrnustjóra fyrir komandi tímabil.

„Þessi umræða um að Warnock muni ekki halda starfinu sínu er eintóm þvæla,“ sagði Paldini við enska fjölmiðla.

„Svo lengi sem ég verð hér mun Neil ekki fara neitt. Allir fjárfestarnir vilja halda honum. Ég vil láta það koma skýrt fram að ef hann fer megið þið kalla mig lygara.“

„Hann er okkar stjóri og við viljum að þannig verði það áfram. Við unnum að því í tvö ár að fá hann hingað til félagsins og hann hefur staðið sig frábærlega. Af hverju ættum við að láta hann fara?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×