Enski boltinn

Ég ætlaði ekki að meiða Bale

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Charlie Adam, leikmaður Blackpool, segir að það hafi ekki verið ætlunin hjá sér að slasa Gareth Bale, leikmann Tottenham, í leik liðanna um helgina.

Adam tæklaði Bale með þeim afleiðingum að bera þurfti þann síðarnefnda af velli. Bale meiddist illa á ökkla og þykir nánast öruggt að hann muni ekki spila meira á leiktíðinni.

„Ég sá bara boltann og reyndi að ná til hans. Það var enginn ásetningur í þessu. Ég reyndi ekki að meiða hann því hann er frábær leikmaður og þannig leikmenn vil ég sjá inn á vellinum,“ sagði Adam en skoraði mark Blackpool í leiknum sem lyktaði með 1-1 jafntefli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×