Enski boltinn

Mancini örvæntir ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, óttast ekki að missa fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar til Tottenham en þessi lið mætast einmitt á morgun.

City er sex stigum á undan Tottenham en bæði lið eiga þrjá leiki eftir af tímabilinu. Mancini og hans menn eru því í góðri stöðu.

„Ég held að við munum ekki eiga í vandræðum með að halda okkar stöðu,“ sagði Mancini við enska fjölmiðla. „Það eru þrír leikir eftir og við þurfum bara þrjú stig.“

Mancini er einnig að undirbúa sig fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Stoke. Hann ætlar þó ekki að spara sína bestu menn.

„Ég mun nota mitt sterkasta lið gegn Tottenham því við viljum vinna leikinn, þó svo að það sé ekki ákjósanlegt fyrir úrslitaleikinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×