Enski boltinn

Liverpool lék sér að Fulham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maxi skorar eitt marka sinna í leiknum.
Maxi skorar eitt marka sinna í leiknum. Nordic Photos / Getty Images
Leikmenn Liverpool fóru á kostum á Craven Cottage í kvöld er þeir kjöldrógu heimamenn í Fulham. Maxi Rodriguez í fantaformi og skoraði þrennu í 2-5 sigri Liverpool. Rodriguez er nú kominn með sjö mörk í síðustu þremur leikjum Liverpool. Magnaður árangur.

Fyrsta markið kom eftir aðeins 32 sekúndur og eftir aðeins 15 mínútur var staðan orðin 3-0 og ballið búið.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Fulham fjórða leikinn í röð en komst ekki í takt við leikinn frekar en aðrir leikmenn Fulham.

Mark Schwarzer, markvörður Fulham, átti einstaklega slakan dag og hefði hæglega getað komið í veg fyrir einhver marka Liverpool. Sérstaklega þriðja markið sem hann hefði átt að verja auðveldlega en skot Kuyt lak í markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×