Enski boltinn

Eltihrellir Rios dæmdur í fangelsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio og fjölskylda geta nú sofið rótt.
Rio og fjölskylda geta nú sofið rótt.
Konan sem hefur verið að gera Rio Ferdinand og fjölskyldu hans lífið leitt undanfarnar vikur var í dag dæmd í tíu daga fangelsi. Hún má heldur ekki koma nálægt Rio og fjölskyldu næstu tíu árin.

Konan heitir Susanne Ibru og gekk í kirkju með móður Ferdinand. Hún var sannfærð um að Rio var maðurinn í sínu lífi og neitar meðal annars að trúa því að Rio sé giftur.

Hún ákvað að verja sig sjálf en það gekk ekki alveg upp hjá henni.

Dómarinn sagðist í dag að hafa verulegar áhyggjur af andlegu ástandi Ibru sem lifði í draumaveröld sem væri úr öllum tengslum við raunveruleikann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×