Enski boltinn

Carragher: Ætlum að halda áfram á þessari braut

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carragher er búinn að spila 666 leiki fyrir Liverpool.
Carragher er búinn að spila 666 leiki fyrir Liverpool.
"Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið. Sjálfstraust leikmanna er gott og leikmenn hlakkar til að spila," sagði Jamie Carragher, fyrirliði Liverpool, eftir 2-5 sigur liðsins á Fulham í kvöld. Hann var að spila sinn 666. leik fyrir félagið.

"Við spiluðum virkilega vel í þessum leik. Byrjunin á þessum leik var náttúrulega frábær. Við viljum halda áfram á þessari braut og það gleður alla að vinna leiki."

Liverpool komst upp fyrir Spurs með þessum sigri og er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

"Við verðum að halda áfram að spila þennan bolta og halda Spurs fyrir aftan okkur."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×