Íslenski boltinn

Krefjandi byrjun hjá KR-ingum næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna titlinum í ár.
KR-ingar fagna titlinum í ár. Mynd/Daníel
Íslands- og bikarmeistarar KR mæta liðunum í öðru til fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð um helgina. Það er óhætt að segja að byrjunin á titilvörninni sé krefjandi fyrir KR-inga.

KR fær Stjörnuna í heimsókn í fyrstu umferðinni þar sem Guðjón Þórðarson byrjar sinn þjálfaraferil hjá Grindavík á móti FH í Kaplakrika, nágrannarnir Fram og Valur mætast í Laugardalnum, Fylkir og Keflavík mætast í Árbænum, Skagamenn byrja í Kópavogi eins og síðasta sumar og mæta Blikum (HK í fyrra) og Selfoss tekur á móti ÍBV í sannkölluðum Suðurlandsslag.

Það verður toppslagur hjá KR í fyrstu umferð því Stjörnumenn urðu í 4. sæti í Pepsi-deildinni síðasta sumar og eru til alls líklegir. Í næstu leikjum mæta KR-ingar síðan ÍA (úti, nýliðar), ÍBV (heima, 3. sæti), Valur (úti, 5. sæti) og FH (heima, 2. sæti).

Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla 2012:

1 Fram - Valur                     

2 KR - Stjarnan                 

3 Fylkir - Keflavík                          

4 FH - Grindavík                         

5 Breiðablik - ÍA                     

6 Selfoss - ÍBV

Önnur umferð Pepsi-deildar karla 2012:

ÍA - KR                     

FH - Fram                         

Valur - Selfoss                         

ÍBV - Breiðablik                     

Grindavík - Keflavík                         

Stjarnan - Fylkir     

Lokaumferð Pepsi-deildar karla 2012:

Fram - ÍBV                         

Selfoss - ÍA                     

KR - Keflavík                         

Breiðablik - Stjarnan                     

Grindavík - Fylkir                         

FH - Valur    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×