Íslenski boltinn

Fjórir leikmenn hæstir í afreksstuðlakerfi KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson Mynd/HAG
Knattspyrnusamband Íslands hefur uppfært afreksstuðla leikmanna fyrir næsta tímabil og má nú sjá lista yfir alla samningsbundna leikmenn og stuðla þeirra inn á heimasíðu KSÍ. Sambandið er hér að fylgja reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Enginn leikmaður fær hæsta stuðul eða tíu en fjórir leikmenn frá afreksstuðulinn sjö. Þeir eru Blikarnir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Guðmundur Kristjánsson, Valsmaðurinn Haraldur Björnsson og FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson. Arnór Sveinn hefur þegar yfirgefið Blika en hann gerði tveggja ára samning við norska félagið Hönefoss sem keypti hann á dögunum frá Breiðabliki.

Átján leikmenn fá afreksstuðulinn fimm en þar á meðal eru sjö leikmenn Íslands- og bikarmeistara KR. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir skilgreiningar á stuðlunum og hvaða leikmenn fá hæstu stuðlana að þessu sinni.



Afreksstuðull sjö

Arnór Sveinn Aðalsteinsson Breiðablik

Guðmundur Kristjánsson Breiðablik

Haraldur Björnsson Valur

Matthías Vilhjálmsson FH

Afreksstuðull fimm

Almarr Ormarsson Fram

Atli Guðnason FH

Atli Sigurjónsson Þór

Baldur Sigurðsson KR

Björn Daníel Sverrisson FH

Dofri Snorrason KR

Finnur Orri Margeirsson Breiðablik

Guðjón Baldvinsson KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson KR

Jóhann Laxdal Stjarnan

Jónas Tór Næs Valur

Jósef Kristinn Jósefsson Grindavík

Kjartan Henry Finnbogason KR

Kristinn Jónsson Breiðablik

Óskar Örn Hauksson KR

Skúli Jón Friðgeirsson KR

Tonny Mawejje ÍBV

Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV



Stuðullinn er 7 fyrir leikmann sem nær ekki 10 en er

30 ára og hefur leikið

a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;

eða

a.m.k. 20 A-landsleiki.

29 ára eða yngri og hefur leikið

a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;

eða

a.m.k. 12 A-landsleiki.

25 ára eða yngri og hefur leikið

a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 3 ár;

eða

a.m.k. 8 A-landsleiki.

22 ára eða yngri og hefur leikið

a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 2 ár;

eða

a.m.k. 4 A-landsleiki;

eða

hefur leikið a.m.k. helming af U21-landsleikjum Íslands undangengin 2 ár.

Stuðullinn er 5 fyrir leikmann sem nær ekki 7 en er

31 árs og hefur leikið

a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;

eða

a.m.k. 20 A-landsleiki.

30 ára og hefur leikið

a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;

Nr. 12 Júní 2011

11

eða

a.m.k. 12 A-landsleiki.

29 ára eða yngri og hefur leikið

a.m.k. 2 af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár og a.m.k. 75 leiki í 0. deild;

eða

a.m.k. 4 landsleiki alls og a.m.k. 75 leiki í 0. deild.

25 ára eða yngri og hefur leikið

a.m.k. 2 af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;

eða

a.m.k. 3 af A-landsleikjum Íslands;

eða

a.m.k. 5 af U21-landsleikjum Íslands og a.m.k. 40 leiki í 0. deild.

22 ára eða yngri og hefur leikið

a.m.k. fjórðung af U21-landsleikjum Íslands undangengin 2 ár;

eða

2 af U21-landsleikjum Íslands undangengin 2 ár og a.m.k. 25 leiki í 0. deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×