Enski boltinn

Heiðar og félagar komnir í úrvalsdeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar Helguson og félagar í QPR tryggðu sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir sigur á Watford í dag er QPR með átta stiga forskot í ensku B-deildinni og það dugar til þess að komast upp.

Að þessu sinni lagði QPR lið Watford, 0-2. Heiðar var í byrjunarliðinu gegn sínu gamla félagi en náði ekki að skora. Hann lék allan leikinn.

Aron Einar Gunnarsson lék einnig allan leikinn með Coventry sem gerði markalaust jafntefli gegn Reading. Enginn Íslendingur var í leikmannahópi Reading í dag. Aron fékk gula spjaldið í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×