Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2011 19:30 Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. Vegna Svalbarðasáttmálans er staða eyjaklasans mjög sérstök að þjóðarétti og hafa ýmsar þjóðir nýtt sér það með eigin bækistöðvum. Byggðin er einkum á fjórum stöðum, Longyearbyen, Nýja-Álasundi, Sveagruva og Barentsburg en þann stað ætlum við að skoða nánar. Risastórar glæsimyndir á húsveggjum af vinnandi alþýðuhetjum minna þar á forna tíma. Þarna vakir Lenín yfir bænum, en kannski er það táknrænt að húsið fyrir aftan er orðið rammskakkt. Kolakraninn við höfnina minnir á athafnir en bæinn byggðu Sovétmenn í kringum kolanámur. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er enginn draugabær. Hann er raunar sprelllifandi, trukkar eru á fleygiferð því kolavinnslan er enn í fullum gangi. Þarna búa nú um fjögurhundruð manns, einkum Rússar og Úkraínumenn. Þeir hafa sjúkrahús og íþróttahús, verslun, veitingahús og hótel en líka barna- og unglingaskóla því í bænum eru um fjörutíu börn.Sovétmenn byggðu bæinn í kringum kolanámur og vakir Lenín þar enn yfirÁ árum kalda stríðsins voru hér mest um eitt þúsund Rússar og Norðmenn telja nokkuð víst að þeir hafi nú ekki allir verið að vinna kol. Sovétmenn voru einnig á fleiri stöðum á eyjaklasanum. Svalbarði var nefnilega einn af heitu stöðunum í togstreitu NATO-ríkja og Sovétblokkarinnar. Gagnkvæm tortryggni ríkti um öll umsvif en samkvæmt Svalbarðasáttmálanum er hverskyns hernaðarbrölt þar bannað. Ræðismannsskrifstofa Sovétmanna í Barentsburg þótti hins vegar grunsamlega stór og þyrluflugvöllur á Herodda þótti búinn óvenju flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum. En nú virðast allir vera orðnir vinir. Vestrænir ferðamenn flykkjast nú hingað á vélsleðum til að upplifa gamla sovéttímann og Rússarnir reyna að græða á öllu saman með því að selja þeim veitingar, gistingu, minjagripi og leiðsögn. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. Vegna Svalbarðasáttmálans er staða eyjaklasans mjög sérstök að þjóðarétti og hafa ýmsar þjóðir nýtt sér það með eigin bækistöðvum. Byggðin er einkum á fjórum stöðum, Longyearbyen, Nýja-Álasundi, Sveagruva og Barentsburg en þann stað ætlum við að skoða nánar. Risastórar glæsimyndir á húsveggjum af vinnandi alþýðuhetjum minna þar á forna tíma. Þarna vakir Lenín yfir bænum, en kannski er það táknrænt að húsið fyrir aftan er orðið rammskakkt. Kolakraninn við höfnina minnir á athafnir en bæinn byggðu Sovétmenn í kringum kolanámur. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er enginn draugabær. Hann er raunar sprelllifandi, trukkar eru á fleygiferð því kolavinnslan er enn í fullum gangi. Þarna búa nú um fjögurhundruð manns, einkum Rússar og Úkraínumenn. Þeir hafa sjúkrahús og íþróttahús, verslun, veitingahús og hótel en líka barna- og unglingaskóla því í bænum eru um fjörutíu börn.Sovétmenn byggðu bæinn í kringum kolanámur og vakir Lenín þar enn yfirÁ árum kalda stríðsins voru hér mest um eitt þúsund Rússar og Norðmenn telja nokkuð víst að þeir hafi nú ekki allir verið að vinna kol. Sovétmenn voru einnig á fleiri stöðum á eyjaklasanum. Svalbarði var nefnilega einn af heitu stöðunum í togstreitu NATO-ríkja og Sovétblokkarinnar. Gagnkvæm tortryggni ríkti um öll umsvif en samkvæmt Svalbarðasáttmálanum er hverskyns hernaðarbrölt þar bannað. Ræðismannsskrifstofa Sovétmanna í Barentsburg þótti hins vegar grunsamlega stór og þyrluflugvöllur á Herodda þótti búinn óvenju flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum. En nú virðast allir vera orðnir vinir. Vestrænir ferðamenn flykkjast nú hingað á vélsleðum til að upplifa gamla sovéttímann og Rússarnir reyna að græða á öllu saman með því að selja þeim veitingar, gistingu, minjagripi og leiðsögn.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira