Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2011 19:30 Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. Vegna Svalbarðasáttmálans er staða eyjaklasans mjög sérstök að þjóðarétti og hafa ýmsar þjóðir nýtt sér það með eigin bækistöðvum. Byggðin er einkum á fjórum stöðum, Longyearbyen, Nýja-Álasundi, Sveagruva og Barentsburg en þann stað ætlum við að skoða nánar. Risastórar glæsimyndir á húsveggjum af vinnandi alþýðuhetjum minna þar á forna tíma. Þarna vakir Lenín yfir bænum, en kannski er það táknrænt að húsið fyrir aftan er orðið rammskakkt. Kolakraninn við höfnina minnir á athafnir en bæinn byggðu Sovétmenn í kringum kolanámur. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er enginn draugabær. Hann er raunar sprelllifandi, trukkar eru á fleygiferð því kolavinnslan er enn í fullum gangi. Þarna búa nú um fjögurhundruð manns, einkum Rússar og Úkraínumenn. Þeir hafa sjúkrahús og íþróttahús, verslun, veitingahús og hótel en líka barna- og unglingaskóla því í bænum eru um fjörutíu börn.Sovétmenn byggðu bæinn í kringum kolanámur og vakir Lenín þar enn yfirÁ árum kalda stríðsins voru hér mest um eitt þúsund Rússar og Norðmenn telja nokkuð víst að þeir hafi nú ekki allir verið að vinna kol. Sovétmenn voru einnig á fleiri stöðum á eyjaklasanum. Svalbarði var nefnilega einn af heitu stöðunum í togstreitu NATO-ríkja og Sovétblokkarinnar. Gagnkvæm tortryggni ríkti um öll umsvif en samkvæmt Svalbarðasáttmálanum er hverskyns hernaðarbrölt þar bannað. Ræðismannsskrifstofa Sovétmanna í Barentsburg þótti hins vegar grunsamlega stór og þyrluflugvöllur á Herodda þótti búinn óvenju flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum. En nú virðast allir vera orðnir vinir. Vestrænir ferðamenn flykkjast nú hingað á vélsleðum til að upplifa gamla sovéttímann og Rússarnir reyna að græða á öllu saman með því að selja þeim veitingar, gistingu, minjagripi og leiðsögn. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. Vegna Svalbarðasáttmálans er staða eyjaklasans mjög sérstök að þjóðarétti og hafa ýmsar þjóðir nýtt sér það með eigin bækistöðvum. Byggðin er einkum á fjórum stöðum, Longyearbyen, Nýja-Álasundi, Sveagruva og Barentsburg en þann stað ætlum við að skoða nánar. Risastórar glæsimyndir á húsveggjum af vinnandi alþýðuhetjum minna þar á forna tíma. Þarna vakir Lenín yfir bænum, en kannski er það táknrænt að húsið fyrir aftan er orðið rammskakkt. Kolakraninn við höfnina minnir á athafnir en bæinn byggðu Sovétmenn í kringum kolanámur. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta er enginn draugabær. Hann er raunar sprelllifandi, trukkar eru á fleygiferð því kolavinnslan er enn í fullum gangi. Þarna búa nú um fjögurhundruð manns, einkum Rússar og Úkraínumenn. Þeir hafa sjúkrahús og íþróttahús, verslun, veitingahús og hótel en líka barna- og unglingaskóla því í bænum eru um fjörutíu börn.Sovétmenn byggðu bæinn í kringum kolanámur og vakir Lenín þar enn yfirÁ árum kalda stríðsins voru hér mest um eitt þúsund Rússar og Norðmenn telja nokkuð víst að þeir hafi nú ekki allir verið að vinna kol. Sovétmenn voru einnig á fleiri stöðum á eyjaklasanum. Svalbarði var nefnilega einn af heitu stöðunum í togstreitu NATO-ríkja og Sovétblokkarinnar. Gagnkvæm tortryggni ríkti um öll umsvif en samkvæmt Svalbarðasáttmálanum er hverskyns hernaðarbrölt þar bannað. Ræðismannsskrifstofa Sovétmanna í Barentsburg þótti hins vegar grunsamlega stór og þyrluflugvöllur á Herodda þótti búinn óvenju flóknum tækjum, ratsjám og loftnetum. En nú virðast allir vera orðnir vinir. Vestrænir ferðamenn flykkjast nú hingað á vélsleðum til að upplifa gamla sovéttímann og Rússarnir reyna að græða á öllu saman með því að selja þeim veitingar, gistingu, minjagripi og leiðsögn.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira