Fótbolti

Óvænt tap AZ fyrir botnliðinu en Kolbeinn skoraði - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ. Nordic Photos / AFP
Kolbeinn Sigþórsson skoraði í gær sitt þrettánda mark á tímabilinu í hollensku úrvalsdeildinni er lið hans, AZ, tapaði óvænt fyrir botnliði Willem II, 2-1.

Kolbeinn skoraði markið á 30. mínútu eftir að hann komst inn í slaka sendingu hjá varnarmanni Willem II.

Hann lék allan leikinn en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 59. mínútu.

Kolbeinn hefur nú skorað sextán mörk í öllum keppnum á tímabilinu og er í ellfta sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar á tímabilinu. Markahæsti leikmaðurinn er Mads Junker sem hefur skorað 20 mörk fyrir Roda.

AZ er í fjórða sæti deildarinnar með 56 stig en liðin í 3.-7. sæti deildarinnar tryggja sér sæti í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð. Aðeins tvö efstu liðin komast í Meistaradeildina. Twenter er á toppnum með 68 stig og PSV kemur næst með 65.

Markið hans Kolbeins í gær má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×