Fótbolti

Markalaust í Old Firm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Lennon, stjóri Celtic, á hliðarlínunni í dag.
Neil Lennon, stjóri Celtic, á hliðarlínunni í dag. Nordic Photos / Getty Images
Rangers og Celtic áttust við í sjöunda skiptið á leiktíðinni í Skotlandi og skildu nú jöfn í markalausum leik.

Allan McGregor, markvörður Rangers, varði víti í leiknum og hélt þar með titilvonum núverandi meistaranna á lífi.

Rangers er að vísu með eins stigs forystu á Celtic á toppi deildarinnar, en síðarnefnda liðið á þó leik til góða.

Rangers á fjóra leiki eftir í deildinni en Celtic fimm.

Leikurinn fór fram í skugga þess að nýverið var bréfasprengja send á Neil Lennon, stjóra Celtic, auk tveggja annarra þjóðþekktra einstaklinga sem báðir eru yfirlýstir stuðningsmenn Celtic.

Leiktíðin í Skotlandi hefur þar að auki verið skrautleg og er skemmst að minnast dómaraverkfallsins þar fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×