Enski boltinn

Wenger segir að Fabregas og Wilshere fari hvergi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Yfirgefur Fabregas Wenger í sumar?
Yfirgefur Fabregas Wenger í sumar? Nordic Photos/Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að selja Jack Wilshere og Cesc Fabregas í sumar. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Fabregas sé á leið til Barcelona í sumar og nýlega komu fréttir um að Manchester City ætli að gera tilboð í Wilshere í sumar.

Wenger segir að leikmennirnir muni ekki fara nema í sátt við klúbbinn og býst við að þeir muni virða samning sinn við liðið.

„Þegar þú skrifar undir samning til fjögurra eða fimm ára þá ertu skuldbundinn til að vinna titla með liðinu. Það er í engum samningi að þú getir farið ef þú vinnur ekki titla á fyrstu árum samningsins. Leikmennirnir bera jafn mikla ábyrgð og ég á því að vinna titla," segir Wenger sem er greinilega orðinn þreyttur á þessari umræðu.

„Af hverju ættum við að selja Cesc? Við byggjum liðið í kringum hann og núna höfum við Jack Wilshere við hlið hans. Við viljum halda áfram í þessa átt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×