Enski boltinn

Sneijder segist vera ánægður hjá Inter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder.
Orðrómurinn um að Hollendingurinn Wesley Sneijder gangi í raðir Man. Utd frá Inter í sumar hefur verið ansi hávær síðustu vikur.

Sjálfur segist Sneijder vera hæstánægður hjá Inter en viðurkennir þó að vera upp með sér yfir áhuga United.

"Vil ég fara til United? Það er frábært félag en mér líður vel í Mílanó og er ekkert að hugsa um annað," sagði Sneijder aðspurður hvort hann væri á leið til United.

United leitar að eftirmanni Paul Scholes hjá félaginu og Sneijder er sagður vera efstur á óskalista Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×