Fótbolti

Hryllilegt fótbrot í bandaríska boltanum - ekki fyrir viðkvæma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Zakuani, leikmaður Seattle Sounders í bandaríska boltanum, spilar ekki fótbolta næstu mánuðina eftir að hafa fótbrotnað illa í leik gegn Colorado Rapids.

Það er Brian Mullan, leikmaður Colorado, sem tæklar Zakuani á hryllilegan hátt með skelfilegum afleiðingum.

Brotið er það slæmt að hreinlega má heyra þegar fóturinn brotnar.

Þetta myndband er ekki fyrir viðkvæma en það má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×