Fótbolti

Lukkudýr Dunfermline þóttist skjóta stuðningsmenn Raith Rovers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skoska liðið Dunfermline er í vondum málum eftir að lukkudýr liðsins þótti ganga allt of langt í stríðni fyrir leik liðsins gegn Raith Rovers.

Lukkudýrið, sem heitir Sammy the Tammy, útbjó skriðdreka úr pappaspjöldum. Sammy labbaði síðan með "skriðdrekann" á miðjan völlinn og miðaði á stuðningsmenn andstæðinganna.

Byssuhljóð var síðan leikið undir er hann þóttist skjóta stuðningsmenn Rovers.

Atriðið þykir afar smekklaust og sérstaklega með hliðsjón af því að bréfasprengja var send til Neil Lennon, þjálfara Celtic, á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×