Enski boltinn

Essien gæti spilað gegn Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Essien.
Michael Essien.
Ganamaðurinn Michael Essien er á ágætum batavegi og gæti spilað með Chelsea gegn Tottenham um næstu helgi en leikurinn er eðlilega afar mikilvægur fyrir Chelsea sem er að elta Man. Utd á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Essien fór meiddur af velli í sigrinum gegn West Ham og var þá óttast að hann hefði meiðst alvarlega á hné. Rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að meiðslin eru ekki svo alvarleg.

Chelsea er sex stigum á eftir Man. Utd en liðin mætast í deildinni á Old Trafford 8. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×