Enski boltinn

Allir sex með Arsenal-liðinu á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin Van Persie og Theo Walcott verða báðir með á morgun.
Robin Van Persie og Theo Walcott verða báðir með á morgun. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fábregas, Robin van Persie, Theo Walcott, Alex Song, Abou Diaby og Nicklas Bendtner verða allir með Arsenal-liðinu þegar liðið fær Blackburn Rovers í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun en  Aaron Ramsey er hinsvegar frá vegna nárameiðsla.

Robin van Persie var tæpur eftir að hann fékk högg í landsleik Hollendinga og Ungverja á dögunum en meiðslin reyndust ekki vera alvarleg eins og oft áður þegar hann kemur haltrandi heim úr landsliðsverkefni.

„Hann er í góðu standi og verður í hópnum. Þetta var högg á hnéð en hann fór í skoðun í morgun og er orðinn góður. Ef ekkert slæmt gerist í nótt þá ætti hann að vera klár," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um hollenska framherjann.

Cesc Fabregas (læri), Theo Walcott (ökkli), Abou Diaby (nári) og Alexandre Song (hné) eru líka allir orðnir góðir af meiðslum sem hafa haldið þeim frá í nokkurn tíma og Nicklas Bendtner er einnig leikfær þrátt fyrir að hafa meiðst á æfingu með danska landsliðinu á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×