Dortmund vann sannfærandi 4-1 sigur á Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í dag og er þar með skrefi nær titlinum. Dortmund hafði ekki unnið í tvo síðustu leiki sína og var því sigurinn kærkominn í dag.
Dortmund er með sjö stiga forystu á Leverkusen sem vann 1-0 sigur á Kaiserslautern á útivelli.
Hamburg datt niður í fjórða sæti deildarinnar þar sem að Bayern vann 1-0 sigur á Gladbach í sínum leik og skaust því upp í það þriðja.
Sannarlega mikilvægur sigur fyrir Bayern sem má alls ekki við því að missa af Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fjögur efstu liðin í þýsku úrvalsdeildinni komast þangað.
Lucas Barrios skoraði tvö mörk fyrir Dortmund í dag og þeir Mario Götze og Kevin Grosskreutz eitt hvor.
Arjen Robben tryggði Bayern sigur í sínum leik með marki á 78. mínútu. Bæjarar þóttu þó ósannfærandi í leiknum og máttu þakka fyrir stigin þrjú.
Úrslit dagsins:
Dortmund - Hannover 4-1
Bayern - Gladbach 1-0
Bremen - Stuttgart 1-1
Kaiserslautern - Leverkusen 0-1
Mainz - Freiburg 1-1
Dortmund skrefi nær titlinum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
