Innlent

Stórleikarar á Íslandi - Tilda Swinton í Hagkaup

Tilda Swinton á rauða dreglinum.
Tilda Swinton á rauða dreglinum.
Stórleikkonan Tilda Swinton er stödd hér á landi samkvæmt heimildum Vísis. Meðal annars sást til hennar í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni.

Hún er ekki eini frægi leikarinn hér á landi því óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Irons er einnig staddur á landinu. DV greindi frá því að hann væri á leiðinni til Ísafjarðar.

Ekki er ljóst hvort leikararnir séu saman hér á landi.

Tilda Swinton hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum svo sem Chronicles of Narnia, Michael Clayton, þar sem hún lék á móti Georg Clooney og Burn after reading sem skartaði einnig Clooney í aðalhlutverki.


Tengdar fréttir

Stórleikari gistir á Ísafirði

Breski leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Jeremy Irons er staddur á Íslandi og er væntanlegur til Ísafjarðar í dag samkvæmt fréttavef DV.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×