Innlent

Stórleikari gistir á Ísafirði

Jeremy Irons er á landinu samkvæmt DV.
Jeremy Irons er á landinu samkvæmt DV.
Breski leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Jeremy Irons er staddur á Íslandi og er væntanlegur til Ísafjarðar í dag samkvæmt fréttavef DV.

Þar kemur fram að starfsmaður á Hótel Ísafirði hafi staðfest að Irons væri á leiðinni auk þess sem hann mun gista á hótelinu.

Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum leikarinn er á Íslandi né hve lengi hann mun dvelja hér á landi en eflaust mun vera hans á Ísafirði lífga upp á bæjarlífið.

Iron fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 1990 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Reversal of Fortune. Fleiri kannast þó við hann úr kvikmyndinni Die Hard: With a vengance.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×