Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira