Enski boltinn

Kaupir Ferguson Douglas Costa í sumar?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Er Douglas Costa á leiðinni til Man. United?
Er Douglas Costa á leiðinni til Man. United? Nordic Photos/Getty Images
Knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, tók stórt skref í áttina að sínum fyrstu kaupum í sumar er hann bauð miðvallaleikmanni Shaktar Donetsk, Douglas Costa, að horfa á leik liðsins gegn Bolton í gær.

Hinn tvítugi Costa hefur slegið í gegn í Meistaradeildinni í vetur og eru mörg stórlið sem eru á höttunum eftir þessum brasilíska leikmanni. Hann hefur verið nefndur hinni nýi Ronaldinho og er talið að Ferguson þurfi að reiða fram 15 milljónir punda til að næla í leikmanninn.

Costa hefur skorað tvö mörk og gefið þrjá stoðsendingar í Meistaradeildinni í vetur. Shaktar Donetsk er langefst í úkraínsku deildinni og mætir Barcelona í 8-liða úrslitum í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×