Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Boði Logason skrifar 22. mars 2011 23:11 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Ráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar því að gengið var fram hjá kæranda við skipan í embættið. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 20. mars 2010 vegna skipulagsbreytinga og sótti 41 um. 21 umsækjandi var tekinn í fyrra viðtal og 5 umsækjendur í seinna viðtal. Karlmaður var ráðinn í starfið og kærði kona sem var ein af þeim fimm sem fékk að fara í síðara viðtalið til kærunefndar janfréttismála. Konan taldi að hún væri hæfari eða í það minnsta jafn hæf til gegna embættinu og sá sem skipaður var. Kærunefndin fór yfir starfsferil, menntun og ýmsilegt fleira hjá þeim báðum og komst, eins og fyrr segir, að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Í niðurstöðu dómnefndar segir „að ekki var gætt jafnræðis er leitað var eftir umsögnum um kæranda. Ekki var rætt við alla þá sem kærandi benti á en hins vegar var rætt við alla þá sem sá sem embættið hlaut benti á. Einn umsagnaraðila, sem sá sem skipaður var benti á, var beðinn um umsögn um kæranda þrátt fyrir að kærandi hafi ekki nefnt hann sem slíkan. Jafnframt lét viðkomandi í té samanburð á kæranda og þeim sem embættið hlaut." Einnig sé ljóst að sá sem skipaður var hafði hvorki menntun eða starfsreynslu umfram kæranda né sérþekkingu eða aðra þá hæfileika sem áttu að ráða úrslitum um skipun hans í embættið. Forsætisráðuneytið hefur ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið því er sá sem embættið hlaut var skipaður en ekki kærandi. Þá segir: „Allir fjórir skrifstofustjórar forsætisráðuneytisins eru karlar og af 54 skrifstofustjórum Stjórnarráðsins, að utanríkisráðuneytinu undanskildu, voru á þeim tíma sem hér um ræðir og eftir því sem næst verður komist, 38 karlar og 16 konur." Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Ráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar því að gengið var fram hjá kæranda við skipan í embættið. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 20. mars 2010 vegna skipulagsbreytinga og sótti 41 um. 21 umsækjandi var tekinn í fyrra viðtal og 5 umsækjendur í seinna viðtal. Karlmaður var ráðinn í starfið og kærði kona sem var ein af þeim fimm sem fékk að fara í síðara viðtalið til kærunefndar janfréttismála. Konan taldi að hún væri hæfari eða í það minnsta jafn hæf til gegna embættinu og sá sem skipaður var. Kærunefndin fór yfir starfsferil, menntun og ýmsilegt fleira hjá þeim báðum og komst, eins og fyrr segir, að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi brotið gegn lögum um jafnan rétt karla og kvenna. Í niðurstöðu dómnefndar segir „að ekki var gætt jafnræðis er leitað var eftir umsögnum um kæranda. Ekki var rætt við alla þá sem kærandi benti á en hins vegar var rætt við alla þá sem sá sem embættið hlaut benti á. Einn umsagnaraðila, sem sá sem skipaður var benti á, var beðinn um umsögn um kæranda þrátt fyrir að kærandi hafi ekki nefnt hann sem slíkan. Jafnframt lét viðkomandi í té samanburð á kæranda og þeim sem embættið hlaut." Einnig sé ljóst að sá sem skipaður var hafði hvorki menntun eða starfsreynslu umfram kæranda né sérþekkingu eða aðra þá hæfileika sem áttu að ráða úrslitum um skipun hans í embættið. Forsætisráðuneytið hefur ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið því er sá sem embættið hlaut var skipaður en ekki kærandi. Þá segir: „Allir fjórir skrifstofustjórar forsætisráðuneytisins eru karlar og af 54 skrifstofustjórum Stjórnarráðsins, að utanríkisráðuneytinu undanskildu, voru á þeim tíma sem hér um ræðir og eftir því sem næst verður komist, 38 karlar og 16 konur."
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira