Enski boltinn

Moyes hefur áhyggjur af meiðslum Arteta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arteta gengur hér meiddur af velli í gær.
Arteta gengur hér meiddur af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, óttast að Mikel Arteta verði frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Birmingham í gær.

Liðin skildu jöfn, 1-1, en nokkuð er um meiðsli í herbúðum Everton og þá sérstaklega hjá miðvallarleikmönnum liðsins. Marouane Fellaini, Tim Cahill og Phil Neville eru allir frá vegna meiðsla og nú hefur Arteta bæst í þann hóp. Hann þurfti að fara af velli eftir aðeins sjö mínútur í gær.

„Það lítur út fyrir að hann hafi tognað aftan í læri. Líklegt er að hann verði frá í nokkrar vikur," sagði Moyes eftir leikinn í gær.

Everton er í níunda sæti deildarinnar með 36 stig en þó aðeins sex stigum frá fallsæti. Stigið var mikilvægt fyrir Birmingham því liðið komst úr fallsæti og er nú í sautjánda sæti með jafn mörg stig og West Ham en betra markahlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×