Enski boltinn

Cole sleppur við kæru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. Nordic Photos / Getty Images
Ashley Cole verður ekki kærður af lögreglu fyrir að skjóta á ungan nema sem var í starfsþjálfun hjá Chelsea með loftriffil sem hann tók með sér á æfingasvæði félagsins.

Lögreglan rannsakaði málið en það gekk aldrei svo langt að Cole hafi verið yfirheyrður. Starfsmenn Chelsea voru hins vegar spurðir út í málið.

Tom Cowan er 21 árs gamall nemi sem var í starfskynningu hjá Chelsea. Hann kærði atvikið ekki til lögreglu.

Forráðamenn Chelsea hafa staðhæft að þeir hefðu refsað Cole fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×