Enski boltinn

Vermaelen í óvissu vegna meiðslanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vermaelen er hér fyrir miðju með þeim Robin van Persie og Cesc Fabregas.
Vermaelen er hér fyrir miðju með þeim Robin van Persie og Cesc Fabregas. Nordic Photos / Getty Images
Belginn Thomas Vermaelen segist ekki vita hvenær hann muni ná sér góðum af meiðslum sínum en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Arsenal, síðan í ágúst.

Vermaelen hefur verið að glíma við meiðsli í hásin en upphaflega var talið að hann yrði frá í aðeins sex vikur.

Hann gekkst svo undir aðgerð vegna meiðslanna í janúar síðastliðnum og stefndi á að spila aftur í mars.

„Ég veit ekki hvenær ég get byrjað að spila aftur,“ sagði hann í samtali við enska fjölmiðla í dag. „Það verður ekki í mars. Ég er ekki einu sinni byrjaður að æfa aftur. Þetta hefur verið erfitt fyrir mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×