Enski boltinn

Bale: Ég er ánægður hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale, stórstjarnan í liði Tottenham, gefur lítið fyrir þær vangaveltur að Barcelona hafi áhuga á að kaupa hann.

Bale hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu undanfarnar vikur og mánuði en hann hefur slegið í gegn með Tottenham á tímabilinu.

Forráðamenn Tottenham segja að það komi ekki til greina að selja Bale sem er samningsbundinn liðinu til 2014.

„Ég er ánægður hjá Tottenham eins og er,“ sagði Bale eftir leik Tottenham og AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær.

„Í sannleika sagt get ég ekki rætt þessi mál í dag. Ég nýt þess að spila fótbolta hjá Tottenham og vona að ég haldi áfram að bæta mig.“

Tottenham komst áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar í gær en Barcelona á þriðjudaginn. Bale segist þó ekki óttast neinn.

„Barca er að spila mjög vel um þessar mundir og sýna í hverri viku hversu góðir þeir eru,“ sagði Bale.

„En við óttumst ekki neinn og erum lausir við alla pressu. Við verðum bara að halda í okkar leikskipulag og sýna að við erum líka með gott lið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×