Þriggja ára fangelsi fyrir árás í Laugardal 16. mars 2011 14:33 23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Auk skurðsins hlaut stúlkan brot á nærkjúku hægri vísifingurs, mar á hálsi undir kverkum, mar í handarkrika hægra megin og maráverka á vinstri hendi. Óðinn Freyr var einnig dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur auk vaxta og allan sakarkostnað. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var metinn sakhæfur. Óðinn Freyr játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á stúlkuna en dró þá játningu síðan til baka fyrir dómi. Engu að síður taldi meirihluti dómara nægar sannanir til sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Sá taldi verulegan vafa leika á því að játning mannsins í lögregluyfirheyrslum hafi verið rétt auk þess sem framburður lykilvitna styðji ekki játningu hans. Tengdar fréttir Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46 Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07 Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26 Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59 Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Auk skurðsins hlaut stúlkan brot á nærkjúku hægri vísifingurs, mar á hálsi undir kverkum, mar í handarkrika hægra megin og maráverka á vinstri hendi. Óðinn Freyr var einnig dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í bætur auk vaxta og allan sakarkostnað. Maðurinn gekkst undir geðrannsókn og var metinn sakhæfur. Óðinn Freyr játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á stúlkuna en dró þá játningu síðan til baka fyrir dómi. Engu að síður taldi meirihluti dómara nægar sannanir til sakfellingar. Þrír dómarar dæmdu í málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Sá taldi verulegan vafa leika á því að játning mannsins í lögregluyfirheyrslum hafi verið rétt auk þess sem framburður lykilvitna styðji ekki játningu hans.
Tengdar fréttir Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46 Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07 Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26 Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59 Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Hrottinn í Laugardal fundinn Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. 12. nóvember 2010 12:46
Ráðist á unga konu - árásarmanns leitað Ung stúlka, 16 til 17 ára gömul, var flutt á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að á hana var ráðist. Að sögn lögreglu var um grófa árás að ræða og er árásarmannsins leitað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er stúlkan í skoðun og frekari upplýsingar eru ekki gefnar að svo stöddu. 11. október 2010 16:07
Hrottinn í Laugardal ófundinn Maður sem um hábjartan dag réðst á sextán ára gamla stúlku að tilefnislausu í Laugardalnum er ófundinn og er málið óupplýst. Stúlkan er á batavegi. Stúlkan var að ganga heim úr skólanum, Fjölbrautaskólanum í Ármúla, og stytti sér leið í gegnum Laugardalinn þegar maðurinn réðst á hana upp úr þurru síðdegis hinn 11. október síðastliðinn. 21. október 2010 12:07
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir hrottanum í Laugardal Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem réðist á stúlku á göngustíg við Suðurlandsbraut í Reykjavík í október síðastliðnum, sæti gæsluvarðhaldi til 7. janúar 2011. 13. desember 2010 17:26
Árásarmanns enn leitað Mannsins, sem réðst á stúlku í Reykjavík í dag,. er enn leitað. Samkvæmt lýsingu lögreglu er hann um 170 sentimetrar á hæð, skolhærður og meðalmaður að vexti. Hann var í dökkum jakka eða dökkri peysu, í hvítum skóm með rauðum röndum. 11. október 2010 16:59
Laugardalshrottinn ákærður Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega líkamsárás í Laugardal í Reykjavík síðastliðið haust. 1. febrúar 2011 12:15