Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2011 19:15 Mynd/AP Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira