Enski boltinn

Djourou frá í sex vikur - Vermaelen spilar ekki meira í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djourou liggur hér í valnum í leiknum gegn United.
Djourou liggur hér í valnum í leiknum gegn United.
Það eru talsverð meiðslavandræði í herbúðum Arsenal og félagið hefur nú staðfest að miðvörðurinn Thomas Vermaelen muni ekki spila meira í vetur.  Johan Djourou verður síðan frá í að minnsta kosti sex vikur.

Vermaelen hefur verið frá síðan í september. Í upphafi var sagt að hann yrði frá í nokkrar vikur en þessar vikur eru nú orðnar að mánuðum.

Djourou fór úr axlarlið í bikarleiknum gegn Man. Utd og það tekur sinn tíma að jafna sig á slíkum meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×