Enski boltinn

Ferguson að verða uppiskroppa með varnarmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John O´Shea.
John O´Shea.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, klórar sér eflaust í kollinum þessa dagana enda enginn hægðarleikur að stilla upp vörn liðsins miðað við meiðslin sem plaga liðið.

Rio Ferdinand er fjarverandi sem fyrr og í dag var staðfest að John O´Shea yrði frá næstu fimm vikurnar.

Brasilíski bakvörðurinn Rafael er einnig meiddur og verður frá í um þrjár vikur. Báðir meiddust þeir í Meistaradeildarleiknum gegn Marseille.

Svo er Nemanja Vidic einnig meiddur en góðu tíðindin eru þau fyrir Ferguson að Jonny Evans er að verða klár í slaginn á nýjan leik.

"Við erum óheppnir þessa dagana. Fyrir nokkrum vikum voru allir varnarmenn liðsins heilir heilsu," sagði Ferguson.

"Plúsinn er að Wes Brown getur spilað miðvörð sem og bakvörð. Svo hefur Chris Smalling verið frábær. Vidic er á réttri leið en verður ekki með um helgina. Vonandi verður Evans orðinn heill."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×