Enski boltinn

Joe Jordan dæmdur í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Jordan, til vinstri, ásamt Harry Redknapp.
Joe Jordan, til vinstri, ásamt Harry Redknapp. Nordic Photos / Getty Images
Joe Jordan, aðstoðarstjóri Tottenham, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir sinn þátt í því atviki sem kom upp í leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu.

Jordan og Gennaro Gattuso, leikmaður Milan, lenti tvívegis saman - einu sinni á meðan leiknum stóð og svo aftur eftir að honum lauk. Gattuso skallaði Jordan eftir leikinn og fékk fyrir það fjögurra leikja bann í Evrópukeppnum.

Jordan var greinilega ekki alveg saklaus sjálfur því hann hefur nú verið dæmdur í bann og missir hann af fyrri leik liðsins gegn Real Madrid í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×