Enski boltinn

Dalglish vill að Capello fari vel með Carroll

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur sagt Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, að fara varlega með Andy Carroll ákveði hann að velji Carroll í enska landsliðið.

Carroll er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli og Capello var mættur til þess að fylgjast með framherjanum í Evrópuleiknum gegn Braga. Þar var Carroll reyndar ekki í neinum landsliðsklassa.

"Ég veit ekki hvort Capello ætlar að velja hann en það verður að fara varlega með hann þar sem það er búið að leggja mikið á sig til þess að koma honum á lappir. Það væri vont ef einhver annar myndi eyðileggja alla þá vinnu," sagði Dalglish.

"England verður að koma fram af ábyrgð gagnvart honum. Við skiljum vel að þjálfarinn vilji velja bestu mennina en að sama skapi þurfa menn þar á bæ að átta sig á að hann er ekki enn kominn í gott form."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×