Berbatov kom United til bjargar - Almunia gaf mark Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. mars 2011 17:03 Berbatov skorar hér sigurmark leiksins. Nordic Photos/Getty Images Tíu leikmenn Man. Utd unnu afar mikilvægan sigur á Bolton í dag, 1-0. Það var varamaðurinn Dimitar Berbatov sem skoraði eina mark leiksins eftir að United hafði misst mann af velli. Á sama tíma gerði Arsenal jafntefli gegn WBA. Fyrir vikið er Man. Utd komið með fimm stiga forskot í deildinni. Leikur Man. Utd og Bolton var heldur bragðdaufur. Leikmenn Bolton leyfðu heimamönnum að sækja. Sóknarleikur heimamanna frekar fyrirsjáanlegur og kraftlítill. Vörn Bolton því ekki í miklum vandræðum. Meira líf færðist í leikinn í siðari hálfleik en þá komu Dimitar Berbatov og Fabio af bekknum. Engu að síður létu mörkin á sér standa. Fimmtán mínútum fyrir leikslok varð United síðan fyrir áfalli er Jonny Evans var rekinn af velli. Hann fór þá með takkana á undan sér í tæklingu og var réttilega rekinn af velli. Tíu leikmenn United gáfust ekki upp og varamaðurinn Berbatov, sem fékk þau tíðindi fyrr í dag að hann ætti fast sæti í liðinu, svaraði því með að skora þrem mínútum fyrir leikslok. Hann tók þá frákast í teignum og skilaði því í netið en með nokkrum herkjum þó. Mikilvægur sigur hjá tíu leikmönnum United. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hóf fimm leikja bann í dag og það virtist ekki há honum mikið því hann var í stöðugu símasambandi við aðstoðarmenn sína og fékk að fara í klefa liðsins fyrir leik og í hálfleik.Almunia horfir hér svekktur á eftir boltanum í netið.Arsenal missteig sig á sama tíma er það sótti WBA heim. Síðara mark WBA mátti skrifa algjörlega á Manuel Almunia, markvörð Arsenal, sem stuðningsmenn félagsins hafa lítið saknað síðustu vikur og mánuði. Þrátt fyrir erfiða stöðu gáfust leikmenn Arsenal ekki heldur komu til baka og náðu að jafna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla. Mikil spenna var á lokakaflanum en Arsenal náði ekki markinu sem vantaði til að vinna leikinn.Úrslit: Aston Villa-Wolves 0-1 0-1 Matthew Jarvis (38.) Blackburn-Blackpool 2-2 0-1 Charlie Adam, víti (24.), 0-2 Charlie Adam (28.), 1-2 Christopher Samba (49.), 2-2 David Hoilett (90.+3). Man. Utd-Bolton 1-0 1-0 Dimitar Berbatov (88.) Rautt spjald: Jonny Evans, Man. Utd (76.). Stoke-Newcastle 4-0 1-0 Jonathan Walters (28.), 2-0 Jermaine Pennant (46.), 3-0 Danny Higginbotham (48.), 4-0 Ricardo Fuller (90.+2). WBA-Arsenal 2-2 1-0 Steven Reid (2.), 2-0 Peter Odemwingie (57.), 2-1 Andrey Arshavin (69.), 2-2 Robin Van Persie (77.) Wigan-Birmingham 2-1 0-1 Liam Ridgewell (5.), 1-1 Tom Cleverley (24.), 2-1 Maynor Figueroa (90.+2) Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Tíu leikmenn Man. Utd unnu afar mikilvægan sigur á Bolton í dag, 1-0. Það var varamaðurinn Dimitar Berbatov sem skoraði eina mark leiksins eftir að United hafði misst mann af velli. Á sama tíma gerði Arsenal jafntefli gegn WBA. Fyrir vikið er Man. Utd komið með fimm stiga forskot í deildinni. Leikur Man. Utd og Bolton var heldur bragðdaufur. Leikmenn Bolton leyfðu heimamönnum að sækja. Sóknarleikur heimamanna frekar fyrirsjáanlegur og kraftlítill. Vörn Bolton því ekki í miklum vandræðum. Meira líf færðist í leikinn í siðari hálfleik en þá komu Dimitar Berbatov og Fabio af bekknum. Engu að síður létu mörkin á sér standa. Fimmtán mínútum fyrir leikslok varð United síðan fyrir áfalli er Jonny Evans var rekinn af velli. Hann fór þá með takkana á undan sér í tæklingu og var réttilega rekinn af velli. Tíu leikmenn United gáfust ekki upp og varamaðurinn Berbatov, sem fékk þau tíðindi fyrr í dag að hann ætti fast sæti í liðinu, svaraði því með að skora þrem mínútum fyrir leikslok. Hann tók þá frákast í teignum og skilaði því í netið en með nokkrum herkjum þó. Mikilvægur sigur hjá tíu leikmönnum United. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hóf fimm leikja bann í dag og það virtist ekki há honum mikið því hann var í stöðugu símasambandi við aðstoðarmenn sína og fékk að fara í klefa liðsins fyrir leik og í hálfleik.Almunia horfir hér svekktur á eftir boltanum í netið.Arsenal missteig sig á sama tíma er það sótti WBA heim. Síðara mark WBA mátti skrifa algjörlega á Manuel Almunia, markvörð Arsenal, sem stuðningsmenn félagsins hafa lítið saknað síðustu vikur og mánuði. Þrátt fyrir erfiða stöðu gáfust leikmenn Arsenal ekki heldur komu til baka og náðu að jafna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla. Mikil spenna var á lokakaflanum en Arsenal náði ekki markinu sem vantaði til að vinna leikinn.Úrslit: Aston Villa-Wolves 0-1 0-1 Matthew Jarvis (38.) Blackburn-Blackpool 2-2 0-1 Charlie Adam, víti (24.), 0-2 Charlie Adam (28.), 1-2 Christopher Samba (49.), 2-2 David Hoilett (90.+3). Man. Utd-Bolton 1-0 1-0 Dimitar Berbatov (88.) Rautt spjald: Jonny Evans, Man. Utd (76.). Stoke-Newcastle 4-0 1-0 Jonathan Walters (28.), 2-0 Jermaine Pennant (46.), 3-0 Danny Higginbotham (48.), 4-0 Ricardo Fuller (90.+2). WBA-Arsenal 2-2 1-0 Steven Reid (2.), 2-0 Peter Odemwingie (57.), 2-1 Andrey Arshavin (69.), 2-2 Robin Van Persie (77.) Wigan-Birmingham 2-1 0-1 Liam Ridgewell (5.), 1-1 Tom Cleverley (24.), 2-1 Maynor Figueroa (90.+2)
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira