Enski boltinn

Wenger: Sýndum að við erum til í að berjast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger var ekki upplitsdjarfur í svefnpokanum sínum í dag er staðan var orðinn 2-0 fyrir WBA.
Wenger var ekki upplitsdjarfur í svefnpokanum sínum í dag er staðan var orðinn 2-0 fyrir WBA.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði sína menn hafa sýnt í leiknum gegn WBA í dag að þeir væru tilbúnir að berjast alla leið. Hann kvartaði þó yfir vellinum.

Arsenal fékk aðeins eitt stig í dag en leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2, eftir að Arsenal hafði lent 2-0 undir.

"Þetta var leikur þar sem við þurftum að sýna karakter og þrautseigju í leik sem fór fram á rúgbý-velli. Þetta snérist meira um karakter en fótbolta í dag," sagði Wenger.

"Við vorum að spila gegn liði sem lá í vörn í 90 mínútur og við vorum ekki fjarri því að vinna leikinn. Við gerðum þó skelfileg mistök í öðru markinu og við megum ekki við slíku. Við sýndum þó að við erum til í að berjast fyrir okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×