Enski boltinn

Ruddatækling Evans sendi Holden á spítala

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holden er hér borinn af velli í dag.
Holden er hér borinn af velli í dag.
Owen Coyle, stjóri Bolton, staðfesti eftir leik Man. Utd og Bolton í dag að Stuart Holden, leikmaður Bolton, hefði þurft að fara á spítala eftir ruddatæklingu Jonny Evans.

Evans fékk réttilega að líta rauða spjaldið en þrátt fyrir að vera manni færri skoraði Man. Utd og vann leikinn.

"Það opnaðist stór skurður á hnénu og þess vegna brugðust leikmennirnir illa við. Við vonum það besta," sagði Coyle.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hafði ekkert út á rauða spjaldið að setja.

"Dómarinn sá að leikmaðurinn hafði meiðst illa. Báðir leikmenn fóru með lappirnar á undan sér og leikmenn setja sjálfa sig og aðra í hættu með slíku. Þetta var óheppilegt en ég hef ekkert út á þetta að setja," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×