Enski boltinn

Ferguson: Ekkert félag með sama karakter og við

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson hress í stúkunni í dag.
Ferguson hress í stúkunni í dag.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum sáttur með stigin þrjú gegn Bolton í dag. Þau voru alls ekki auðfengin og sigurmarkið kom eftir að United hafði misst mann af velli með rautt spjald.

"Þetta var ekki 100 prósent frammistaða hjá okkur en við gáfumst ekki upp. Svona barátta er nákvæmlega það sem þetta félag stendur fyrir. Það er ekkert annað félag sem státar af sama karakter," sagði Ferguson sem mátti dúsa í stúkunni í dag þar sem hann er í banni. Hann var þó í símasambandi við sitt fólk á bekknum.

"Við erum magnaðir í því að fá eitthvað út úr erfiðum stöðum."

Það hefur verið mikið álag á liðunum og Ferguson er feginn landsleikjafríinu enda margir menn meiddir.

"Við höfum spila fimm risaleiki á tveim vikum. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega á þessum tíma. Nú er að tjasla mönnum saman í fríinu og við ættum að fá Vidic til baka fyrir leikinn gegn West Ham. Fletcher ætti líka að vera klár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×