Enski boltinn

Brynjar Björn í byrjunarliði Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson er heldur óvænt í byrjunarliði Reading sem mætir Everton í ensku bikarkeppninni í kvöld.

Leikurinn hefst núna klukkan 19.30 en Brynjar var í síðast í byrjunarliði Reading fyrir tveimur vikum síðan en þar áður um miðjan september. Brynjar datt þá úr liðinu vegna meiðsla en hefur verið leikfær síðustu vikurnar.

Ívar Ingimarsson er einnig á mála hjá Reading en hann er ekki með í kvöld vegna meiðsla.

Brynjar leikur í dag sem vinstri bakvörður í liði Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×