Fótbolti

Diouf rekinn af velli er Celtic vann Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þrjú rauð spjöld fóru á loft í kvöld.
Þrjú rauð spjöld fóru á loft í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Þrír leikmenn Rangers fengu að líta rauða spjaldið í kvöld er liðið tapaði fyrir erkifjendum sínum, Celtic, í 16-liða úrslitum skosku bikarkeppninnar í kvöld.

Steven Whittaker var fyrstur rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann fékk sína aðra áminningu í leiknum. Mark Wilson kom svo Celtic yfir snemma í síðari hálfleik og reyndist það sigurmark leiksins.

Madjid Bougherra fékk svo rautt í uppbótartíma og El-Hadji Diouf eftir að leiktíminn var liðinn.

Það sauð upp úr eftir að leiknum lauk og þurfti að stía í sundur bæði leikmenn og þjálfara liðanna. Diouf var eins og svo oft áður í miðri hringiðunni og uppskar fyrir það rauða spjaldið.

Celtic mætir næst Inverness CT í fjórðungsúrslitum keppninnar en Íslendingaliðin Hearts og Hibernian eru bæði úr leik í bikarnum þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×