Enski boltinn

FIFA búið að banna hálsböndin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez verður örugglega ekki ánægður með bann FIFA.
Carlos Tevez verður örugglega ekki ánægður með bann FIFA. Mynd/AP
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að banna nýjasta tískufyrirbærið í enska boltanum því hálsböndin, kölluð "snoods" upp á enska tungu, verða bönnuð frá og með 1. júlí í sumar.

Leikmenn eins og Carlos Tevez, Marouane Chamakh og Samir Nasri hafa notað þetta mikið við til að verjast kluldanum yfir vetrarmánuðina í ensku úrvalsdeildinni en núna þurfa þeir bara að láta hálskragann duga.

Tilraunir með markalínutækni munu halda áfram í eitt ár til viðbótar og það hefur einnig verið ákveðið að það verða fimm dómarar á hverjum leik á EM í Póllandi og Úkraínu árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×